Nýtt
202223
Á lager
Bassermann-Jordan Ancestrale Riesling 75 cl
5.998 kr
Korktappi
Lífrænt
Nýtt
202223
Á lager
Bassermann-Jordan Ancestrale Riesling 75 cl
5.998 kr
Vörulýsing
Bassermann-Jordan var stofnað árið 1718 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt til ársins 2002, þá var það keypt af Achim Niederberger. Staðsett í bænum Deidesheim og 50 hektara af víngörðum á flestum þekktum svæðum eins og Deidesheimer Kieselberg, Forster Ungeheuer og Forster Jesuitengarten og Forster Pechstein. Frá aldarmótum hefur vistfræðileg og lífeld ræktun ( Biodynamic ) verið stunduð, en það hefur aðeins nýlega sem vottunin hefur birst á flöskunum.
Á flöskumiðanum er mynd af svokallaðri „bacchans“ (latína), áhanganda vínguðsins Bakkusar sem heldur á blómvendi í annarri hendi og vínglasi í hinni. Myndin sýnir hana hylla brjóstmynd af keisaranum Próbusi, en brjóstmyndin stendur á skreyttum stalli með áletruninni PROBUS IMP (Próbus keisari). Í bakgrunninum má sjá vínekrur Palatíum og Rínardalsins. Rínardalurinn var á sínum tíma hluti Rómarveldis og var Próbus ábyrgur fyrir útbreiðslu vínræktarmenningu Rómverja um þau héruð Evrópu þar sem Rómverjar réðu ríkjum. Flöskumiðinn er virðingarvottur til Próbusar fyrir framlag hans til vínmenningar og þróunar vínræktar.
Kraftmikill og ríkur Riesling frá okkar frábæru víngörðum. Nafnið „Ancestrale“ stendur fyrir vín sem var gert af gæðabrautryðjanda okkar Andreas Jordan fyrir meira en 200 árum. Handtínd ber í Auslese gæðum og löng þroskun á gerleginum í hefðbundnum trétunnum skapa vín með glæsileika og mýkt. Safinn látinn gerjast lítillega skýjað. Gerjun fór fram með eigin geri vínberanna í trétunnum. Eftir gerjun er vínið látið liggja í gerleginum fram að átöppun.
Ákafur ilmur af ferskum sítrusávöxtum ásamt blæbrigðum af ananas, kókos og ferskju. Silkimjúkt í bragði, hunang og framandi ávextir, sætt og endurnærandi sýrustig. Marglaga vín sem er frábært með t.d sterkum ásískum réttum til bragðmikla osta, glæsilegi þess og fágun er það einnig að verkum sem hinn glæsilegasti fordrykkur til að njóta með vinum.
R/S 20.5 g/l.
Þrúgur
RieslingÞýskaland
RZ Specification Groups
Magn
75cl
Styrkur
11.5%
Bragð
Meðalfyllt
Sætleiki
Millisætt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Korktappi
Lífrænt