Nýtt
202224
Á lager

Basserman-Jordan Forster Ungeheuer Riesling Auslese 75 CL

8.299 kr

Korktappi
  Korktappi  
Lífrænt
  Lífrænt  
Nýtt
202224
Á lager

Basserman-Jordan Forster Ungeheuer Riesling Auslese 75 CL

8.299 kr

Vörulýsing

Bassermann-Jordan var stofnað árið 1718 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt til ársins 2002, þá var það keypt af Achim Niederberger. Staðsett í bænum Deidesheim og 50 hektara af víngörðum á flestum þekktum svæðum eins og Deidesheimer Kieselberg, Forster Ungeheuer og Forster Jesuitengarten og Forster Pechstein. Frá aldarmótum hefur vistfræðileg og lífeld ræktun ( Biodynamic ) verið stunduð, en það hefur aðeins nýlega sem vottunin hefur birst á flöskunum.

Á flöskumiðanum er mynd af svokallaðri „bacchans“ (latína), áhanganda vínguðsins Bakkusar sem heldur á blómvendi í annarri hendi og vínglasi í hinni. Myndin sýnir hana hylla brjóstmynd af keisaranum Próbusi, en brjóstmyndin stendur á skreyttum stalli með áletruninni PROBUS IMP (Próbus keisari). Í bakgrunninum má sjá vínekrur Palatíum og Rínardalsins. Rínardalurinn var á sínum tíma hluti Rómarveldis og var Próbus ábyrgur fyrir útbreiðslu vínræktarmenningu Rómverja um þau héruð Evrópu þar sem Rómverjar réðu ríkjum. Flöskumiðinn er virðingarvottur til Próbusar fyrir framlag hans til vínmenningar og þróunar vínræktar. 

Það getur oft flægst fyrir fólki að lesa á flöskumiðum af þýskum vínum, en þetta vín er svokallað Gross Lage sem þýðir að það kemur frá Grand Cru víngarðinum Ungeheuer vestur frá þorpinu Forst við brekkur Haardtgebirge, svo er alltaf bætt við -er við bæjarnafnið eins og hér Forster. Jarðvegur samanstendur af rauðum sandsteini, kalksteini og Basalt steini ( eldgos uppruni ).

Ungeheuer Auslese lyktar af bergamot, appelsínuberki, engifer og ananas. Í bragði hefur það mikla spennu og safaríkt sýrustig strax í upphafi,  langt eftirbragð af framandi ávöxtum og gulum steinávöxtum. RS; 136,9 g/l, Acidity; 10,4 g/l nördaupplýsingar.

Þrúgur

Riesling
Þýskaland
Þýskaland
Bassermann-Jordan

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

8%

Bragð

Eftirréttarvín

Sætleiki

Sætt

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Korktappi
  Korktappi  
Lífrænt
  Lífrænt