201624
Á lager

Baron De Ley "Siete Vinas Reserva"

5.399 kr

Korktappi
  Korktappi  
Recognition
201624
Á lager

Baron De Ley "Siete Vinas Reserva"

5.399 kr

Vörulýsing

Hér höfum við vín úr 7 vínþrúgum, rauðu þrúgurnar Tempranillo, Graciano, Garnacha, Mazuelo og hvítsvínsþrúgurnar Viura, Malvasia og Garnacha Blanca. Það er ekki oft, nánast aldrei sem að maður fær þær allar í einu og sama víninu. Það er hins vegar gömul hefð fyrir því í Evrópu að blanda saman hvítum og rauðum vínum, þekktustu dæmin eru líklega hin mögnuðu Côte Rôtie í Frakklandi og Chianti vínin í Toskana á Ítalíu. Í víninu Siete Vinas sækir vínhúsið Baron de Ley innblástur í þessa gömlu hefð og útkoman er alveg hreint mögnuð. Mikið rauðvín þar sem hvítu þrúgurnar eru notaðar sem eins konar krydd.

Þetta er ekki dæmigert Rioja-vín, hvort sem horft er til klassíska stílsins né nýbylgjunnar, heldur flókið, margbrotið og mikið vín, ólíkt flestum öðrum frá Rioja. Vínið kemur frá afmörkuðum víngörðum í Rioja Oriental og Rioja Alta og er látið þroskast í ýmsum eiktunnum hver þrúgutegund sér í 36 mánuði, svo þegar vínþrúgurnar eru blandaðar saman tekur við 12 mánaða viðbótarþroskun í 10.000 lítra frönskum ,,Foudres" tunnum í Finca Monasterio klaustrinu.

Angan af framandi við, sandalvið, balsamvið, leður, þurrkuðum kryddum, dökkum og rauðum berjum og blómum, ristað. Öflugt, langt, margslungið, kröftug þétt tannín en líka fersk sýra. Nútímalegt, en með virðingu fyrir fortíðinni. Með flottri, stórri nautasteik, vín sem má hæglega geyma í áratug.

Spánn
Spánn
Baron De Ley

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

14%

Bragð

Kröftugt

Sætleiki

Þurrt

Land

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Vefsíða

Korktappi
  Korktappi