Nýtt rósavín úr smiðju Baron de Ley úr Garnacha þrúgum frá Finca Los Almendros eigninni þeirra í Rioja Oriental.
Fölbleikur litur, í nefi þorskaðir rauður berjaávextur, jarðarberjum, ferskjum, kirsuberjum, Cantaloup-melónu, agúrku, hvítum blómum, í bragði þurrt og elegant, bragðmikið með smá tannín en mjög frískandi sumarlegur keimur þar sem finna má sítrónu, greipaldin, jarðarber, agúrku og steinefni. Það er þurrara en maður á von á og sérlega vel gert eins og búast má við af Baron de Ley. Hafið eitt og sér eða með tapas, feitari fiskréttum, ljósu kjöti og krydduðum asískum mat.