Vínin frá Baron de Ley í Rioja eru í „módern“-stílum frá héraðinu og virðast einhvern veginn undantekningarlaust ná að brillera.
Djúpur og kröftugur Reserva með samanþjappaða sultaða ávaxtakörfu, bláber, brómber, kirsuber og plómur sem koma síðan saman við kókos, ristaða og kryddaða vanilluríka eik. Vottur af sveit, jörð og tóbaki í annars kröftugum ávexti. Langt og mikið eftirbragð af rauðum ávexti og miðjarðhafsrunna. Vínið er látið þroskast í amerískum eikartunnum í 20 mánuði og 24 mánuði í flösku áður en það sett er á markað. Furðulega fjölhæft vín. Vegan vín.
Baron de Ley Reserva fékk tvöföld verðlaun Gyllta Glasins 2017 fyrir 2012 og 2013 árgang og er það í fyrsta skipti í sögu Gyllta Glasins.