Baron de Ley þarf vart að kynna og Gran Reserva er eitt af topp hefðbundnu vínunum þeirra og þetta er afbragðs Gran Reserva. Þrúgurnar koma frá Cenicero einum af elsta víngarði Baron de Ley af Rioja Alta svæðinu.
Dökk rautt og má smá byrjanda þroski í lit, ilmur af þurrkuðum ávöxtum og rúsínum, einnig má greina vott af vanillu, kókos, tóbak, karamella, túrmerik og kryddjurtir. Í munni er vínið einstaklega mjúkt með þykka góða fyllingu og aftur má greina þurrkaða ávexti og vanillu, kröftug tannín og fín fylling sem hefur góða lengd og endingu. Vínið er látið þroskast í nýjum frönskum og amerískum eikartunnum í 24 mánuði og í 3 ár á flösku áður en það sett er á markað.
Ein og öll betri Rioja-vín er þetta nautakjötsvín en það smellur líka að lambi, önd og hreindýri. Gran Reserva vín er gott að umhella þar sem þau geta innhaldið botnfall.