RZ Specification Groups
Árgangur
2021
Magn
75cl
Styrkur
14.5%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með
Vörulýsing
Monasterio er spænska orðið yfir klaustur og Finca mætti þýða sem vínhús eða það sem Frakkar kalla “château”. Þrúgurnar sem notaðar eru í þetta vín eru einmitt ræktaðar á ekrunum í kringum gamalt klaustur í suðurhluta Rioja, nánar tiltekið við Mendavia í Rioja Baja.
Hér er notað að meirihluta Tempranillo og smá af Cabernet Sauvignon og öðrum þrúgum, þrúgusafinn látin liggja á þrúguhýðinu í 17 daga til þess að ná sem mestu úr þeim. Síðan er vínið látið þroskast í nýjum frönskum eikartunnum í 18 mánuði og aðra 6 mánuði í stórum frönskum eikarámum ( foudres ).
Dimmrautt að lit, stórt og mikið um sig, svoldið nútímalegt þó það fari ekki fram hjá manni að hér er Rioja vín á ferð. Dökkur ávöxtur, plóma, bláber, þroskuð sólber og svört kirsuber, nýristaðar kaffibaunir og smá brenndur sykur í bland við vanillu ( Freyjukaramella ) og kryddtóna. Kröftug en mjúk tannín og góð sýra sem gefur því gott jafnvægi. Umhelling borgar sig. Þetta vín kallar á alvöru steikur og er óhætt er að leggja niður til geymslu í nokkur ár. Eitt af mest spennandi vínum Spánar í dag. Fæst einnig í Magnum flösku 150cl.