201653
Á lager
Baron De Ley "Finca Monasterio" 150 CL
8.999 kr
Korktappi
Má geyma
201653
Á lager
Baron De Ley "Finca Monasterio" 150 CL
8.999 kr
Vörulýsing
Monasterio er spænska orðið yfir klaustur og Finca mætti þýða sem vínhús eða það sem Frakkar kalla “château”. Þrúgurnar sem notaðar eru í þetta vín eru einmitt ræktaðar á ekrunum í kringum gamalt klaustur í suðurhluta Rioja, nánar tiltekið við Mendavia í Rioja Baja.
Hér er notað að meirihluta Tempranillo og smá af Cabernet Sauvignon og öðrum þrúgum, þrúgusafinn látin liggja á þrúguhýðinu í 17 daga til þess að ná sem mestu úr þeim. Síðan er vínið látið þroskast í nýjum frönskum eikartunnum í 18 mánuði og aðra 6 mánuði í stórum frönskum eikarámum ( foudres ).
Dimmrautt að lit, stórt og mikið um sig, svoldið nútímalegt þó það fari ekki fram hjá manni að hér er Rioja vín á ferð. Dökkur ávöxtur, plóma, bláber, þroskuð sólber og svört kirsuber, nýristaðar kaffibaunir og smá brenndur sykur í bland við vanillu ( Freyjukaramella ) og kryddtóna. Kröftug en mjúk tannín og góð sýra sem gefur því gott jafnvægi. Umhelling borgar sig. Þetta vín kallar á alvöru steikur og er óhætt er að leggja niður til geymslu í nokkur ár. Eitt af mest spennandi vínum Spánar í dag. Fæst einnig í 75cl flösku.
Þrúgur
TempranilloSpánn
RZ Specification Groups
Magn
150cl
Styrkur
14%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Korktappi
Má geyma