Barefoot-vínin eru kalifornísk og hafa löngum vakið athygli fyrir mjög gott samspil verðs og gæða. Þetta er ágætt dæmi um það. Ekki kannski flókið vín og karaktermikið en engu að síður ágætlega vel gert.
Fölgult að lit með grænum glefsum, ferskur og þægilegur ilmur og bragð af perum, grænum eplum, steinvölu og hvítum blómum, létt fylling, ferskt og ljúft vín.