Ljósgullið að lit með ferskan og léttan ávaxtaangan, ferskjur, melónur, gul og græn epli, frísklegt og hálfþurrt í munni með léttri meðalfylingu, mild ávaxtasæta og við bætist smá keimur af niðursoðnum perum. Eitt vinsælasta hvítvínið á Íslandi í dag.
Fæst einnig í 75cl flösku og 18,7cl smáflösku.