Dökk kirsuberjarautt að lit, mjúk og ríkuleg ávaxtasamsetning, kirsuber, plómur og hindber gefa þéttan og góðan karakter. Mjólkursúkkulaði stemning er í víninu og ágætisþykkt í bragði. Lítill tannín, fersk og mild sýra og nokkuð öflugt efirbragð.
Fæst einnig í 75cl flösku og 3 lítra búkollu.