Þrúgurnar í Apothic koma af mismunandi svæðum, flestar frá Lodi. Vínið er kokteill úr nokkrum þrúgum þar sem Zinfandel er fyrirferðarmest í bland við Merlot, Syrah og Cabernet Sauvignon. Vínið er mikið og gjöfult, þessi blanda á þrúgum hefur heppnast sérlega vel þar sem fjölbreytnin ræður ríkjum.
Rikuleg dökk ber, brómber, sólber og svört kirsuber leika við bragðlaukana ásamt sætum kryddtónum, vanillu, mokka og súkkulaði. Flauelsmjúkt með góða fyllingu og mjúkt tannín. Vín sem vert er að smakka og það á góða samleið með svínakjöti, kjúkling, grillluðu folaldakjöti og austurlenskum mat sem og mildum ostum. Vínið er líka skemmtilegt að prófa léttkælt. Fæsti einnig í 75cl flösku