Apothic Inferno er búið til í takmörkuðu magni, sérstakt vín sem er látið þroskast í viskí tunnum í 60 daga til að draga fram eitthvað óvænt, verðið bara að prófa sjálf. Dökkt að lit, mjög öflugt í ilm og bragði af þroskuðum rauðum og dökkum berjaávexti, hlynsýróp og kryddtónar og svo þessi viskí sál í víninu í löngu og saðsömu eftirbragði.