Þrúgurnar í Apothic Dark koma frá Lodi og Clarksburg og eru týndar að nóttu til að halda í ferskleika vínsins. Vínið kemur úr hvorki meira né minna úr sjö þrúgu tegundum, þetta eitt af þessum yfirgnæfandi miklu átta sýlindra Kaliforníuvínum þar sem allt er gefið í botn, stíllinn er það sem Bandaríkjamenn lýsa sem „bold“ og víninu er ekki síst ætlað að höfða til millenials-kynslóðarinnar.
Apothic Dark er blanda úr þrúgunum Petite Syrah, Cabernet Sauvignon, Petit Verdot, Teraldego, Tannat og Zinfandel. Mjög dökkt á lit eins og nafnið kemur til kynna, ríkulegt í bragði af svörtum sultuðum kirsuberjum og brómberjum ásamt eik, dökku súkkulaði og espresso, mild tannín og öflugt eftirbragð.