Þrúgurnar í Apothic koma af mismunandi svæðum, flestar frá Lodi. Vínið er kokteill úr nokkrum þrúgum þar sem Cabernet Sauvignon er fyrirferðarmest í bland við Zinfandel. Vínið er mikið og gjöfult, þessi blanda á þrúgum hefur heppnast sérlega vel þar sem fjölbreytnin ræður ríkjum.
Dökkrúbínrautt að lit, mjúk og mikil fylling, brómber, sólber, plóma ásamt vanillu og karamellu, smá sæta, mild sýra og lítil tannín. Smá partur af víninu fékk eikarþroskun í 3-4 mánuði.