201015
Á lager
Antinori Tignanello 75 cl
19.999 kr
Korktappi
Má geyma
201015
Á lager
Antinori Tignanello 75 cl
19.999 kr
Vörulýsing
Vínekran Tignanello er ein sú besta í eigu Antinori og kemur frá Chianti Classico svæðinu í Toskana og er svokallað ,,Super Toscana“ vín þar sem það hefur óhefðbundna í uppbyggingu og því ekki skilgreint sem Chianti vín. Þar hefur Piero Antinori markgreifi gert tilraun með víngerð er byggir mjög á aðferðum þeim sem notaðar eru við framleiðslu bestu Bordeaux vínanna en með þrúguna Sangiovese sem aðaluppistðu (80%+), og rest vínsins er úr þrúgunum Cabernet Sauvignon og Cabernet Franc.
Tignanello hefur fyrir löngu unnið sér sess sem eitt besta vín Ítalíu. Það er einungis framleitt bestu árin og þá í takmörkuðu magni. Því er framboðið ávallt langtum minna en eftirspurnin. Stíllinn er ávallt nútímalegur, vínið dökkt, kröftugt og eikað.
Það fyrsta sem tekur á móti manni er þung og mikil angan af eik, reykur, vanilla og dökkt súkkulaði. Dökkur og þroskaður ávöxturinn brýst hins vegar hratt í gegn og rennur saman við eikina, plómur, kirsuber og sólber, vottur af leðri, myntu og lakkrís. Mjúk og þétt tannín, míneralískt, vínið þykkt, mikið og langt.
Ítalía