201018
Á lager
Antinori Solaia 75 CL
47.999 kr
Korktappi
Má geyma
201018
Á lager
Antinori Solaia 75 CL
47.999 kr
Vörulýsing
Toppurinn frá markgreifanum Piero Antinori. Þetta vín er einungis unnið úr þrúgum frá vínekrunni Solaia. Uppistaða þess er þrúgan Cabernet Sauvignon (75%) en að auki eru notaðar þrúgurnar Sangiovese (20%) og Cabernet Franc (5%). Þessi árgangur af Solaia setur upp svakalega sýningu fyrir skynfæri þín og heldur óskertri athygli þinni eins lengi og vín er til í flöskunni, en það þarf að bíða svoldið eftir að vínið sýnir mátt sinn og megin. Þetta er stórt vín sem þarf langan tíma til að ná þroska rétt eins og frægustu vín Bordeaux, en Solaia er einmitt oft nefnt í sömu andrá og þau.
Þetta vín er eitt helsta stolt Ítalíu í hágæða víngerð. Það eru margar leiðir til að lýsa hinum fjölbreytta ilmi og bragði þess, en byrjum á sætu hliðinni þar sem þroskuð kirsuber, sólber og brómberja sulta er að finna ásamt þurrkuðum kryddjurtum og dökku súkkulaði. Eftir það kemur fram tóbakslauf, balsamic, espresso og lakkrís í bæði ilm og bragði. Aðgengilegt og mjúkt vín en í senn afar þétt, frábært jafnvægi og glæsileiki í langvarandi eftirbragði.
Ítalía