Vörulýsing
Brunello-vínin sem ræktuð eru í grennd við þorpið Montalcino suður af Siena í Toskana eru einhverjir helstu aristókratar ítalskrar víngerðar. Brunello er í raun sama þrúgan og sú sem nefnd er Sangiovese víðast hvar í Toskana en á þessu svæði eru skilyrði hennar tiil ræktunar hvað best. Árið 1995 var fyrsta skipti sem Antinori sendi frá sér vín frá Brunello di Montalcino.
Ilmurinn er mjög ríkulegur þar sem hæst bera balsamic og kryddjurtir ásamt hindberjum, kirsuberjum og þroskuðum plómum með vott af tóbaki og leðri. Vínið er fullmótað með flauelsmjúkri áferð og þéttum tannínum.