Vín í veislur

HVAÐ ÞARF ÉG MIKIÐ VÍN Í VEISLUNA?

Hvert sem tilefnið er brúðkaup, afmæli eða annarskonar fagnaðir þá höfum gríðalega mikið úrval fyrir ykkur, skoðið vínin okkar hér, þar er hægt að sía verð, lönd og þrúgur t.d.
Magn léttvína í veislu er alltaf visst vandamál en reynslan sýnir að t.d brúðkaupsveislur standa gjarnan lengur og fer yfirleitt drýgra magn en í öðrum veislum.  Venjan er að reikna með ½ flösku af léttvíni á mann og bæta síðan við öryggisbyrgðir. Magnið þarf líka að reiknast út frá hvort léttvín verði veitt eftir að borðhaldi lýkur.  Þegar verslað er fyrir fjölda manns þá ræður verðið svolítið ferðinni.  Oft munar þó ekki miklu í verði að velja hentugra vín í stað þess að velja einungis það allra ódýrasta.  Algengt er að taka heldur ríflegt magn því alltaf má skila því sem eftir stendur. Gott ráð er þó að eiga smá auka magn afsíðis sem hægt er að tefla fram ef þurfa þykir.
Sjá hér skemmtilega reiknivél frá Vínbúðin

FORDRYKKUR

Í dag er léttvín á boðstólum í flestum veislum þó það sé alls engin skylda.  Fordrykkur er í boði í flestum veislum og velja margir freyðivín umfram kampavín þar sem verðmunur er mikill. Skynsamlegast er að hafa fordrykkinn í þurrara lagi því það er mun frískara að fá þurrt eða hálfþurrt freyðivín fyrir matinn því það kemur munnvatnskirtlunum af stað.  Fyrir þá sem vilja hafa fordrykkinn sætari er betra að velja hálfsætt en sætt þó ekkert sé útlokað í þessum málum.  Varðandi magn má reikna með að freyðivínsflaska dugi í ca 6 glös af venjulegri stærð og oftast er reiknað með 2-3 glösum á mann.

TEGUND VÍNA

Þegar valið er vín með mat er ýmislegt sem ber að hafa í huga. Númer eitt er að gestgjöfunum líki vínin sem boðið er uppá. Annað er að vínin sem valin eru þurfa að höfða til þorra gesta og falla vel að þeim mat sem boðið er uppá. Gjarnan er horft til hvers eðlis réttirnir eru s.s. ítölsk vín með ítölskum mat og spænsk vín með spænskum mat. Ef boðið er uppá kassavín ber að hafa í huga að í flestum tilfellum þarf að hella vínum í karöflur eða könnur þegar framreitt er. Góð regla er að taka ákvörðun um vínvalið tímanlega og að gefa sér tíma til að smakka vínið heima áður og þá gjarnan með vinum eða fjölskyldu og hafa á borðum svipaðan mat eins og í veislunni. Einnig er þarft að hafa í huga að panta tímanlega þannig að hægt sé að panta vínið sé það ekki til.

 

HVAÐ ERU MÖRG GLÖS Í EINNI FLÖSKU?

Klassískt viðmið er að úr venjulegri 75cl flösku af léttu víni fáist 5 glös, sem jafngildir að hvert glas sé 15cl.

EFTIRRÉTTIR

Þegar eftirréttir eru bornir fram getur verið góður kostur að bjóða uppá sætvín með. Þumalputtareglan er að nota sæt vín með sætu. Margar tegundir eru til, sæt hvítvín eru algengust en einnig eru styrkt vín notuð eins og púrtvín og sherry. Skemmtilegur og frískandi kostur er að bjóða uppá sæt freyðivín en þar eru til nokkrir góðir kostir.

 

KAFFI

Margir vilja bjóða uppá kaffi og koníak eða líkjör með kaffinu og ber þá að hafa í huga að 700 ml flaska gefur ríflega 23 einfalda en algengur skammtur er um 4.5 cl þannig að 70 cl flaska dugar fyrir ríflega 15 manns.

BJÓR

Það er algengt að bjóða uppá bjór þegar borðhaldi lýkur. Magnið er reiknað ca. lítri á mann (2 stórir eða 3 litlir) og æ fleiri velja bjór í flösku og losna þá við bera fram eitthvað af glösum. Þegar þjónusta er til staðar og hellt í glös eru venjulega notaðar stórar dósir en litlar þegar fólk hellir sjálft (flest glös rúma bara 330 ml.)
SÖLUMENN GLOBUS
Hafir þú áhuga á að panta viðkomandi vín eða spyrja sérfræðinga okkar nánar um eiginleika þess, hafðu þá samband í gegnum fyrirspurnarformið hér að neðan og við svörum um hæl.

Starfsfólk Globus

Banner Image

Óðinn

Jóhannsson

Sölufulltrúi áfengis

Banner Image

Tolli

Sigurbjörnsson

Sölu-og markaðsmál / sommelier

Skrifaðu okkur

Sendu okkur upplýsingarnar þínar ásamt fyrirspurn og við höfum samband eins fljótt og hægt er.

Nýjustu vínin okkar

Image of Larceny Kentucky Straight Bourbon

RZ Specification Groups

Magn

70cl

Styrkur

46%

Bandaríkin
Bandaríkin
Image of Elijah Craig Small Batch, Kentucky Straight Bourbon

RZ Specification Groups

Magn

70cl

Styrkur

47%

Image of Chardonnay Vom Haus. Weingut Pfaffl

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

13.5%

Austuríki
Austuríki
Image of Gérard Bertrand An 77 Clairette du Languedoc Adissan

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

13.5%

Image of Gérard Bertrand An 1618 Picpoul de Pinet

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

12%

Image of Rittenhouse Straight Rye Whisky

RZ Specification Groups

Magn

70cl

Styrkur

50.%

Bandaríkin
Bandaríkin
Image of Evan Williams Black, Kentucky Straight Bourbon

RZ Specification Groups

Magn

70cl

Styrkur

43%

Image of Evan Williams Single Barrel Vintage, Kentucky Straight Bourbon

RZ Specification Groups

Magn

70cl

Styrkur

43.3%

Image of Coto Real Reserva

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

14%

Spánn
Spánn
Image of Baron De Ley Club Privato

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

14%

Spánn
Spánn
Image of Gérard Bertrand ,,Cuvée 101 Les Arbousiers"

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

15%

Image of Nederburg ,,The Anchor Man“ Old Vine Chenin Blanc

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

13.5%

Image of El Coto Verdejo

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

12.5%

Spánn
Spánn
Image of Lillet Rose

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

17%

Frakkland
Frakkland
Image of Lillet Blanc

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

17%

Frakkland
Frakkland