Finndu vín eða framleiðanda
Hafðu samband
Verðlisti
Verðlaunavín Gyllta Glasins 2016
Þessi Syrah kemur frá víngörðum í Tupungato, líklega besta svæði Mendoza að öðrum ólöstuðum, þá helst víngörðunum í Luján de Cuyo. Golden Reserve-línan frá Trivento hefur hlotið fádæma lof, enda um mögnuð vín að ræða miðað við verð. Hefur Syrah-vínið m.a. hlotið 93 punkta hjá Wine Advocate, riti eins virtasta vínrýna heimsins Robert Parker.
Dökk rúbínrautt að lit og fjólublátt í kanta. Mjög öflugur ilmur af sultuðum ávexti, plómur, lakkrís, pipar, krækiber, bláber og svört kirsuber. Mjög svo þétt, ágengt og bragmikið vín í bragði, við bætist bragð af kryddi, reyktri og ristaðri eik, kakó og kaffi. Þó svo vínið virkar svoldið öflugt og rúmfrekt er það þó með silkimjúk tannin og langt eftirbragð. Vínið hefur svo fengið 12 mánaða þroskun í frönskum eikartunn og 12 mánuði á flösku áður en það fær að fara á markað.
Sjá hér video af Germán di Césari víngerðamanni fjalla um Golden Reserve línuna.
Lambi, nauti, villibráð og pottréttum.
2.999kr.