Finndu vín eða framleiðanda
Hafðu samband
Verðlisti
96 punkta vín hjá Decanter
Golden Reserve Cabernet Sauvignon frá Argentínska vínhúsinu Trivento kemur frá Mendoza-dalnum nánar tiltekið svæði sem heitir Uco Valley. Alveg hreint mögnuð lína, stór og mikil vín, langt fyrir ofan verðmiðann. Þetta Cabernet-vín hefur öll helstu aðalsmerki góðra Nýja-heimsvína en jafnframt svolítið norðlægan ferskleika, sem fæst með því að rækta þrúgurnar hátt yfir sjávarmáli.
Dökk rúbínrautt að lit, mikil ilmur af dökkum berjaávexti, sólber, brómber ásamt hvítu súkkulaði, svörtum pipar, mintu og sedrusviði, þétt og bragðmikið vín, kjötmikil þroskuð og kröftug tannín, stórsteikarvín. Vínið hefur svo fengið 12 mánaða þroskun í frönskum eikartunnum og 12 mánuði á flösku áður en það fær að fara á markað. Leyfið því að anda í karöflu í 1-2 klukkustundir, þannig nýtur það sín best.
Sjá hér video af Germán di Césari víngerðamanni fjalla um Golden Reserve línuna.
Lambi, nauti, villibráð og pottréttum.
3.099kr.