201850
Fá eintök eftir

Museum Numerus Clausus 75 CL

7.299 kr

Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma  
Gjafavara
  Gjafavara  
Recognition
201850
Fá eintök eftir

Museum Numerus Clausus 75 CL

7.299 kr

Vörulýsing

Þrúgurnar eru ræktaðar á runnum sem eru að meðaltali 70 ára gamlir í 750 metra hæð yfir sjávarmáli og ræktunin er án áveitu (dry farming). Þetta gamall vínviður gefur af sér vín sem eru massív og mikil. Cigales er tiltölulega óþekkt víngerðarsvæði á hásléttunni norð-vestur af Madrid, eiginlega rétt norður af öllu þekktara víngerðarsvæði, Ribera del Duero. Það bar lengi lítið á Cigales, þarna voru fyrst og fremst mjög litlir framleiðendur sem seldu vín sín í nágrenninu.

Þetta breyttist fyrir nokkrum árum þegar vínhúsið Baron de Ley í Rioja komst að þeirri niðurstöðu að þarna væru kjöraðstæður til fjárfestinga utan Rioja. Það sem ekki síst réði þessu vali Baron de Ley var aldur vínviðsins á ekrunum. Alls hefur vínhúsið keypt þarna tæplega 200 hektara af ekrum, þar sem vínviðurinn er eldri en sextíu ára. Finca Museum er nú langstærsti og nútímalegasti framleiðandi Cigales og vínin eru hrikalega flott. ( texti frá www.vinotek.is ).

Það er þrúgan Tinta del País sem er í raun Tempranillo nema með þykkara skinni. Eins og nafnið gefur til kynna er víngerðin einnig safn, með skúlptúrum og málverkum frá 17. öld. Numerus Clausus er búinn til í takmörkuðu magni enda af mjög gömlum vínvið ( 80 ára og eldri ) sem hver planta gefur bara af sér 4 berjaklasa. Víngarður er frá efri parti af Pisuerga Riviera og engin friður fyrir sólinni.

Þetta er einstakt vín, mjög dökkt að lit, mjög þroskaður ávöxtur í ilmi og mikil jarðvegur, balsamic tónar af tröllatréi og furu, negul, kanill ásamt brómberjum og trönberjum vafi inní kremaða eikartóna og með vott af hezlihnetum, karamellu, tóbakslauf, leður og kaffi. Þétt, þurrt, feitt og mikið í munni, fínleg en ákveðin tannín og fersk sýra í löngu eftir eftirbragði. Vínið er látið þroskast í 30 mánuði á franskri eik. Sofandi risi sem þarf að vekja með umhellingu, átta ára en má vel geyma í 10 ár eða lengur.  

Spánn
Spánn
Finca Museum

RZ Specification Groups

Árgangur

2014

Magn

75cl

Styrkur

14.5%

Bragð

Kröftugt

Sætleiki

Þurrt

Land

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Vefsíða

Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma  
Gjafavara
  Gjafavara  
Vörulýsing

Þrúgurnar eru ræktaðar á runnum sem eru að meðaltali 70 ára gamlir í 750 metra hæð yfir sjávarmáli og ræktunin er án áveitu (dry farming). Þetta gamall vínviður gefur af sér vín sem eru massív og mikil. Cigales er tiltölulega óþekkt víngerðarsvæði á hásléttunni norð-vestur af Madrid, eiginlega rétt norður af öllu þekktara víngerðarsvæði, Ribera del Duero. Það bar lengi lítið á Cigales, þarna voru fyrst og fremst mjög litlir framleiðendur sem seldu vín sín í nágrenninu.

Þetta breyttist fyrir nokkrum árum þegar vínhúsið Baron de Ley í Rioja komst að þeirri niðurstöðu að þarna væru kjöraðstæður til fjárfestinga utan Rioja. Það sem ekki síst réði þessu vali Baron de Ley var aldur vínviðsins á ekrunum. Alls hefur vínhúsið keypt þarna tæplega 200 hektara af ekrum, þar sem vínviðurinn er eldri en sextíu ára. Finca Museum er nú langstærsti og nútímalegasti framleiðandi Cigales og vínin eru hrikalega flott. ( texti frá www.vinotek.is ).

Það er þrúgan Tinta del País sem er í raun Tempranillo nema með þykkara skinni. Eins og nafnið gefur til kynna er víngerðin einnig safn, með skúlptúrum og málverkum frá 17. öld. Numerus Clausus er búinn til í takmörkuðu magni enda af mjög gömlum vínvið ( 80 ára og eldri ) sem hver planta gefur bara af sér 4 berjaklasa. Víngarður er frá efri parti af Pisuerga Riviera og engin friður fyrir sólinni.

Þetta er einstakt vín, mjög dökkt að lit, mjög þroskaður ávöxtur í ilmi og mikil jarðvegur, balsamic tónar af tröllatréi og furu, negul, kanill ásamt brómberjum og trönberjum vafi inní kremaða eikartóna og með vott af hezlihnetum, karamellu, tóbakslauf, leður og kaffi. Þétt, þurrt, feitt og mikið í munni, fínleg en ákveðin tannín og fersk sýra í löngu eftir eftirbragði. Vínið er látið þroskast í 30 mánuði á franskri eik. Sofandi risi sem þarf að vekja með umhellingu, átta ára en má vel geyma í 10 ár eða lengur.  

Recognition