RZ Specification Groups
Árgangur
2016
Magn
75cl
Styrkur
14.5%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með
Vörulýsing
Fyrsta vínið sem Peter Lehmann framleiddi var kallað “Futures” og var selt í eins konar framvirkum viðskiptum til vina og kunningja sem vildu styðja við bakið á honum og voru reiðubúinn að borga vínið þótt þau fengu það ekki afhent fyrr en tveimur árum síðar. Nú er Lehmann meðal öflugustu framleiðenda Ástralíu og vínið sem ber nafnið Futures skipar ávallt sérstakan sess í framleiðslu fyrirtækisins. Þrúgurnar eru af gömlum Shiraz vínvið og vínið er þroskað í 15 mánuði á frönskum eikarámum.
Djúpur kirsuberjarauður litur er á víninu. Þétt og mikið með sætum berjakeim, plómum, dökku súkkulaði og blönduðum kryddjurtum. Stórt og mikið vín, skóga-og trönuber, kaffitónar, dökkt súkkulaði og vanilla eru ráðandi. Jarðartónar, eik og lyng koma líka vel fram. Vínið er margslungið í bragði og fylling er nokkuð mikil og heitur ávöxtur, kröftug en mjúk tannín og milt eftirbragð. Í heildina litið mjög vel heppnaður og kröftugur Shiraz frá Peter Lehmann.