Nýtt
202518
Uppselt

Bassermann-Jordan Forster Ziegler Riesling Spat. 75 cl

5.099 kr

Lífrænt
  Lífrænt  
Nýtt
202518
Uppselt

Bassermann-Jordan Forster Ziegler Riesling Spat. 75 cl

5.099 kr

Vörulýsing

Bassermann-Jordan var stofnað árið 1718 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt til ársins 2002, þá var það keypt af Achim Niederberger. Staðsett í bænum Deidesheim og 50 hektara af víngörðum á flestum þekktum svæðum. Frá aldarmótum hefur vistfræðileg og lífeld ræktun ( Biodynamic ) verið stunduð, en það hefur aðeins nýlega sem vottunin hefur birst á flöskunum.

Á flöskumiðanum er mynd af svokallaðri „bacchans“ (latína), áhanganda vínguðsins Bakkusar sem heldur á blómvendi í annarri hendi og vínglasi í hinni. Myndin sýnir hana hylla brjóstmynd af keisaranum Próbusi, en brjóstmyndin stendur á skreyttum stalli með áletruninni PROBUS IMP (Próbus keisari). Í bakgrunninum má sjá vínekrur Palatíum og Rínardalsins. Rínardalurinn var á sínum tíma hluti Rómarveldis og var Próbus ábyrgur fyrir útbreiðslu vínræktarmenningu Rómverja um þau héruð Evrópu þar sem Rómverjar réðu ríkjum. Flöskumiðinn er virðingarvottur til Próbusar fyrir framlag hans til vínmenningar og þróunar vínræktar.

Það getur oft flægst fyrir fólki að lesa á flöskumiðum af þýskum vínum, en þetta vín er svokallað Erste Lage sem þýðir að það kemur frá Premier Cru víngarðinum Ziegler frá þorpinu Forst, svo er alltaf bætt við -er við bæjarnafnið eins og hér Forster. Basalt veðraður jarðvegur með sandi-leir og með kalksteinsmöl.

Mjög þroskuð og heilbrigð vínber voru handtínd og pressuð varlega til að varðveita sem mestan ilm og sýrustig. Must-ið var forhreinsað yfir nótt í tanki með botnfalli. Gerjun fór einnig fram í kældum ryðfríu stáli tanki. Áfengisgerjun var stöðvuð með sterkri kælingu og brennisteini. Vínið haldið á fínu dreginum í nokkrar vikur í viðbót þar til átöppun var í mars eftir uppskeru.

Ákafur ilmur af appelsínuberki, rauðri ferskju, þroskuðum eplum og apríkósu í nefi. Góð fylling en fínlegt og með langt eftirbragð þökk sé góðu sýrustigi. Vín sem er enn að þroskast og á mikla framtíð fyrir sér. Þessi Late Harvest Spätlese passar frábærlega sem fordrykkur, en líka með asískum réttum, osti eða sem klassískt eftirréttarvín.

Þrúgur

Riesling
Þýskaland
Þýskaland
Bassermann-Jordan

RZ Specification Groups

Árgangur

2021

Magn

75cl

Styrkur

7%

Bragð

Létt

Sætleiki

Millisætt

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Lífrænt
  Lífrænt