Finndu vín eða framleiðanda
Hafðu samband
Verðlisti
Vina Cumbrero er ein af línunum frá Montecillo sem aðallega hefur verið seld á spænska markaðnum en er nú komin hingað til lands. Þetta er vín sem liggur nær hinum gamla og klassíska stíl Rioja-vínanna. Eikin er áberandi og alltumlykjandi, án þess að vera yfirþyrmandi.
Rúbínrautt að lit, kryddað í ilmi, sveskjur ásamt þroskuðum rauðum berjaávexti, reykur og vanilla, meðalbragðmikið í munni með líflegri fyllingu, fullt af dökkrauðum berjaávexti, sveskjur, mild tannín í ljúfengu og fínlegu eftirbragði. Vínið er látið þroskast í amerískum eikartunnum í lágmark 12 mánuði og þónokkra mánuði í flösku áður en sett er á markað.
Lambi, alifuglum, svínakjöti og smáréttum
2.059kr.