Finndu vín eða framleiðanda
Hafðu samband
Verðlisti
Verðlaunavín Gyllta Glasins 2019
Golden Reserve Chardonnay frá Argentínska vínhúsinu Trivento kemur frá Mendoza-dalnum nánar tiltekið svæði sem heitir Tupungato. Alveg hreint mögnuð lína, stór og mikil vín, langt fyrir ofan verðmiðann. Þetta Chardonnay-vín hefur öll helstu aðalsmerki góðra Nýja-heimsvína en jafnframt svolítið norðlægan ferskleika, sem fæst með því að rækta þrúgurnar hátt yfir sjávarmáli.
Þéttur sítrónugylltur litur, ferskur og ávaxtaríkt, ilmur af ferskjum, bananar, ananas og einnig vanillu úr eikinni, smá ristað. Þykkt og feitt í munni með sýru sem heldur fínum ferskleika þrátt fyrir þykktina, suðrænir ávextir og krydd, fersk sýra, smjörkennt og míneralískt. Vín fær 6 mánaða eikarþroskun og aðra 6 mánuði í flösku áður en það fer á markað.
Sjá hér video af Germán di Césari víngerðamanni fjalla um Golden Reserve línuna.
Skelfiski, fiski, léttari villibráð, alifuglum, svínakjöti.
2.999kr.