Globus hf

Finndu vín eða framleiðanda

Hafðu samband

Verðlisti

Hvítvínsþrúgur

Alvarinho

Alvariho er þrúga sem þekkust er sem meiginuppistaðan í Vinho Verde vínum frá norðurhluta Portúgals og einnig er hún hún ræktuð við spænsku landamærin í Galisíu sem hún er þekkt undir nafninu Albariño.  Alvarinho þrúgan er með mjög þykkt hýði og mikið af steinum og er hún eftirsóknarverður kostur vínræktenda vegna þess að hún gefur af sér meira alkóhól, fyllingu og ilm en aðrar þrúgur sem ræktaðar eru á þessum slóðum.  Með nútímalegum víngerðaraðferðum hefur tekist að gera stöðugri vín úr þrúgunni sem eru bæði neysluvæn og vekja stöðugt meiri athygli á þessum svæðum.

Aligoté

Aligoté er aðallega ræktuð í Bourgogne héraði í Frakklandi og hefur verið ræktuð þar frá 17 öld, einnig er hún þekktust fyrir að vera hvítvínið sem blandað er í drykkin  „Kir“ ásamt sólberjalíkjörnum Créme de Cassis.  Aligoté er eins ferskt eins og Burgundy gola, þurrt, stökt og fölt vín með ilm af blómu, rósaþyrnir og akasíutré ásamt epla og stundum bragð af heslihnetum.

Chardonnay

Það má segja að Chardonnay sé ,,Big Daddy” af hvítu þrúgunum, auðveld í ræktun og öllum viðfelldin hvortsem er á heitum eða köldum svæðum , bæði vinsæl hjá neytendum og vínbændum enda auðræktuð þrúga.  Chardonnay hentar hinum ýmsum veður-og jarðvegstegundum en skarar einna best fram úr í kalkríkum jarðvegi sem fyrirfinnst í Champagne, Chablis og Côte D´Or.

Burgundy er andlega heimili Chardonnay þar sem bestu hvítu burgundarvínin eru þurr og ríkuleg vín í fínlegu jafnvægi, án vafa bestu hvítvín heims.  Chardonnay gegnir miklvægu hlutverki í blöndu kampavíns þar sem gefur góða byggingu og fínleika og er eina vínþrúgan í Blanc de Blancs kampavínum.

Chardonnay er magnlega mikilvæg í Kaliforníu og Ástralíu og er víða ræktuð í Chile og Suður Afríku ásamt að vera næst mest ræktaða þrúga í Nýja Sjálandi.  Í heitari veðurfari hefur Chardonnay tilhneigingu að þróa mikið magn sykur á lokastigi þroska sinn á kostnað sýrustig.

Nýlega hafa nýja heims Chardonnay verið minna eikaðri og því með meiri glæsileika og jafnvægi og því ber að fagna.

Helstu einkenni Chardonnay á köldum svæðum eins og Chablis getur hún gefið af sér grænan ávöxt, epli og peru með sítrusávexti og stundum grænmetistón.  Á tempruðum svæðum, líkt og stærstum hluta Bourgogne og sumum gæðasvæðum Nýja-heimsins, geta vínin borið bragð af steinaávöxtum, ferskju með sítrustónum og votti af melónu.  Heit svæði eins og flest svæði Nýja-heimsins gefa af sér víni með suðrænni ávexti, ferskju, banana og ananas og jafnvel mangó og fíkjum.  Margar af þeim bragðtegundum sem almennt eru tengdar við Chardonnay koma ekki frá þrúgunni sjálfri, heldur frá víngerðaraðferðinni sem beitt er.  Einnig gerir vart við sig bragð af mjólkurafurðum  eins og smjör og rjóma, hliðarafurð ferlis sem kallað er Malolactic gerjun (mjólkursýrugerjun) og er stundum notuð til að mýkja hvassa sýru.  Bragð af ristuðu brauði, vanillu og kókoshnetu kemur svo til vegna notkunar á eik.

Chenin Blanc

Er eina meist ræktuð í Anjou-Saumur og Touraine svæðum í Loire dalnum og er sú hvítvínþrúga sem mest ræktuð er í Suður Afríku þar sem hún er betur þekkt sem Steen, þar sem hægt er að gera spennandi vín þegar þau er tínd seint.  Í Loire dalnum framleiðir hún gæða þurr vín í Savennieres og ljúfeng sæt vín í Côteaux du Layon, Bonnezeaux og Quarts de Chaumes.

Helstu einkenni Chenin Blanc eru þurr vín með hátt sýrustig, hunangsávexti, epli, apríkósum, hnetur og marzipan.

Colombard

Sennilega þekktust í tengslum sínum við gerð Armagníak og koníak.  Að að mörgum talinn ekki gæðaþrúga þó svo hún sér ansi útbreid og kemur mörgum á óvart, hún t.d sennilega mesta ræktaða hvíta þrúga í Kaliforníu ásamt að vera mikið tæktuð í Ástralíu þar sem hún hentar vel í heitu og þurru loftslagi.

Mjög sýrumikil þrúga og þroskast seint og ekki mikilvægt að uppskera hana á stuttum tíma.  Þrúga sem gefur mikið uppskermagn af sér og getur verið svolitlu uppáhaldi hjá vínbændum þar hún er aðallega notuð sem blanda í sýruminni vín til að gefa víninu snerpu.

Furmint

Þekktasta þrúga Ungverjalands þar sem hún er í aðalhlutverki í gerð Tokaji-vína ( þekkt sem Aszú í Tokaji ).  Oftast gerð sætvín úr þessari þrúgu en einnig þurr vín þar sem hún er sýrumikil og bragðsterkt, er með þunnt hýði sem gerir hana ákjósanlegan kost fyrir eðalmyglu sem sest á berin að hausti til og dregur úr þeim vatnið svo úr verður sætur berjasafi.

Garganega

Garganega er hin klassíska þrúga í Soave, allkunn fyrir sinn braðlausa karakter, en þegar vel er gert af minni uppskeru í hlíðunum af Soave fæst hið yndislega vín.

Gewürztraminer

Gewürztraminer er örugglega ein ilmríkast vínþrúga í heiminum, oft verið líkt við eins og að ganga inní ilmvatnsdeildina í fríhöfnum.  Hún er hvorki gul né græn að lit eins og ljósar vínþrúgur almennt, heldur fölbleik.  Í Alsace gefur hún af sér ilm og bragðflóru af rósablöðum, austurlenskum kryddum ( engifer og kanill ) múskatbrað og litsí.  Hið mikla kryddbragð er afar vinsælt meðal nýliða í vínum jafnvel þó það getið verið ansi öflugt.  Þrúga sem þroskast snemma og gefur heldur lita uppskeru en í seinni uppskerum getur Gewürztraminer verið mjög ríkulegur, sætur og með framandi hvítum ávöxtum.  Gewürztraminer er víða ræktuð í evrópu m.a á Ítalíu, Þýskalandi og austur evrópu ásamt að vera ræktuð í minna magni í nýja heiminum.  Vín úr þessari þrúga henta einkar vel með krydduðum og súrsætum mat.

Grechetto

Karakterrík þrúga frá Umbríu í Ítalíu, þurr eða sæt, fersk, blómaangan og örlítið af fennel þá sérstaklega í hvítu Orvieto og einnig í Vin Santo.

Greco

Þrúga af Grískum uppruna, mest ræktuð í Campaníu héraði í suðurhluta Ítalíu, bestum dæminn eru Greco di Tufo og Greco di Bianco.

Grüner Veltliner

Þessi þrúga er sú þekktasta í Austurríki og þó hún sé nú yfirleitt ekki að gefa af sér hágæðavín eru þau nánast ætíð góð og jafnframt gefur hún af sér það mikið magn að bændur eru hæstánægðir með ræktunina.  Dæmigert Grüner Veltliner vín er daufgrænt með nokkuð hátt sýrumagn og hefur kryddaðan ilm, hvítan pipar, selerí, dill og smágúrku.  Stundum hafa þau dálitla kolsýru sem gerir þau sérlega frískandi þegar þau eru drukkin ung.  Eitthvað af henni er ræktað í Ungverjalandi og Slóveníu en nánast ekkert utan Evrópu.  Vín úr þessari þrúgu eru best ung og geta geymast frekar illa.

Hárslevelú

Mikilvægur félagi við blöndu þrúguna Furmint í ungverskum Tokaji vínum þar sem hún kemur með arómatíska og kryddaða eiginleika við blöndunina.  Er einnig ræktuð víðsvegar um miðja evrópu.

Inzolia

Aðallega ræktuð í Sikiley og í litlum hluta í Toscana.  Er aðallega notuð í hvítum borðvínum, er sýrurík með hnetu ilm og bragði.

Kerner

Kerner er þrúga af ungri kynslóðum ef svo má segja og kom fyrst fram í vínskólanum í Geisenheim í Þýskalandi og um er að ræða kynblending af Riesling og dökku þrúgunni Trollinger.  Hún gefur af sér kryddað og ávaxtaríkt vín með meðal sýru.

Listan

Betur þekkt sem Palomino, spænska þrúgan sem er best í miklu magni við gerð Sherry.  Hún er viðræktuð um allann heim, þó aðallega við gerð ódýra borðvín.

Macabeo

Þrúga sem er víðræktum í norðuhluta Spánar og í kringum miðjarðarhafs víngarðana í Languedoc og Roussillon héraði í suður Frakklandi þar sem hún er betur þekkt sem Maccbeu.  Þrúgar sem þarf að gefa litla uppskeru til að sýna sín gæði.

Malvasia

Malvasia er forn þrúga aðallega ræktuð í miðjarðarhafslöndum og oftast notuð með öðrum þrúgum.  Uppruninn í Ítalíu þar sem vínin úr henni geta verið frá þurrum hvítvínum og í að vera ríkuleg, sæt og svoldið viðkvæm.  Malvasia Istriana frá Friuli er nokkuð góð sem undirafbrigði rétt eins og Malvasia di Candia, þær eru oftast blandaðar til að bæta Ítölsk borðvín.  Rauðvíns afbrigðið af heitir Malvasia Nera og er blönduð með Negroamaro þrúgunni í Pugliu.  Er einnig ræktuð víða á Spáni og Portúgal og þá í rikulegri Madeira vínum þekkt sem Malmsey.

Marsanne

Útbreiddasta hvítvínsþrúgan í norður Rhônar-dalnum þar sem hún er megin uppistaðan í hvítum Hermitage og Crozes Hermitage vínum ásamt þrúgunni Roussanne þar sem þær tvær passa allveg einstakega vel saman í blöndur.  Bragðmikil og litsterk þrúga sem hefur talsverða þroskunarmöguleika í eikartunnum.  Hefur oftast hátt áfengisinnihald, hnetur, marsipan, kryddjurtir, límónu og ferskjur meðal bragðeinkenna.   Þrúga sem hefur gert það gott í Victoriafylkinu í Ástralíu ásamt Kaliforníu.

Müller-Thurgau

Vínberjategund sem varð til í lok 19. aldar þegar Svisslendingurinn Dr. Herman Müller frá Thurgau kantónunni ræktaði saman Riesling frá Mosel og Riesling frá Chasselas til að ná fram gæði Riesling þrúgunnar, þó svo hún hafi aldrei náð fínleika Riesling.  Müller-Thurgau er ræktuð um allt þýskaland og er miklvæhasta þrúgan í hinu víðfræga Liebfraumilch, er einnig ræktuð í Nýja Sjáland og Englandi.  Var lengi vel talið að Müller-Thurgau þrúgan væri blendingur milli Riesling og Silvaner. 

Melon de Bourgogne

Betur þekkt sem Muscadet og upprunalega af stofni Melon de Bourgogne í Burgúndí.  Er nú þekktust í ræktun í vestur Loire dalnum nálagt borginni Nantes.  Melon de Bourgogne er þekkt sem frekar hlutlaus þrúga, skrafþurr og sýruhá og stundum létt kolsýrð.  Þau hafa sjávar-eða joðbragð og eldast ekki vel, eru oftast tappað beint á flöskur eftir gerjun á botnfalli sem kallast „sur lie“.  Muscadet vín eru frábært sem fordrykkur og með sjávarfangi þá helst skelfisk.

Muscat

Muscatættkvíslinn er ægi stór, getur verið dökk, bleik eða hvít þrúga, þó yfirleitt ljós.  Frægustu Muscat tegundirnar eru Muscat d´Alexandrie sem er drjúg í matarvínberjum og svo sú sem er best til kostnar til víngerðar, Muscat Blanc á Petits Grains eða Muscat de Frontignan eins og hún er einnig kölluð.  Muscat-vínviðurinn er uppruninn við Miðjarðarhafið og talið er að öll Vitis vinifera ættinn sé af honum kominn.  Úr þeim eru löguð vín sem til að bera áberandi aldinlykt og eru notuð í þurr og sæt vín.

Palomino

Er þrúga sem lætur best til sín taka í víngörðum í suðurhluta Spánar, nánar í Jerez sem hin stórkostlega serrí-þrúga sem þekur um 90% svæðisins, þar stendur hún sig best í basískum kalkjarðveginum Albariza og gefur mikið uppskerumagn.  Hún er lág í sýru og í ávaxtasykri sem gerir hana ákjósanlega í framleiðslu á Sherry.  Palomino er einnig þekkt undir ýmsum nöfnum þ.á.m. Listan og Chasselas Doré.

Parelleda

Katalónskt þrúga sem er mest notuð í spænsku freyðivínum nefnd Cava, einnig eru þau prýðisgóð sem frískandi þurr hvítvín frá Penedés.

Pedro Ximénez

Þessi þrúga er oft notuð í litlu magni með Palomino þrúgunni í gerð Sérrí, PX sem viðurnefni.  Þrúga sem gefur dýpt, sætu í rúsínukenndum styrktum vínum og er m.a notuð til blöndunar til að sæta Oloroso Sherry.  PX sem ein og sér gefur af sér þykk, dökk og rúsínukennd Sherry sem eldast í áratugi.

Picpoul

Önnur forn þrúga frá Languedoc héraðinu í suður Frakklandi, þekkt líka sem Piquepoul, sem eru frískleg þurr hvítvín frá Picpoul de Pinet og fara þau einstaklega vel með ostrum og kræklingi.

Pinot Blanc

Ein af mörgum þrúgum af Pinot-fjölskyldunni og var eitt sinn kölluð Pinot-Chardonnay en algjörlega óskyld Chardonnay en gefur af sér svipuð vín með minni fyllingu og ilm.  Bestu tegundareinkenni Pinot Blanc koma fram í Alsace, þurr, sýrulítil, ferskt og lauflétt með bragði af eplum og smjörkenndum ávaxtakeimi sem best eru ef þau eru drukkin ung.  Í Alsace fer nokkuð stór hluti í blönduna Edelzwicker þar sem Pinot Blanc er blandað saman við sýrumeiri þrúgur eins og Silvaner og Chasselas.

Pinot Gris

Fjarskyldur ættingi Pinot Noir, Pinot Gris er rækuð víða á meginlandi Evrópu.  Þekkt sem Ruländer í Þýskalandi,  Pinot Grigio í Ítalíu þar eru gerð úr henna frískleg og sýrumikill vín, en hún nýtur sín best í Alsace í Frakklandi þar sem hún er bragðmikil og krydduð, fjölbreytt þrúga sem bæði getur verið sætt og þurrt.

Rabigato

Ein af vínberjategundunum sem notuð er til þess að gera ljós portvín.

Riesling

Einhver albesta þrúga sem ræktuð er í Þýskalandi og stórlega vanmetin.  Hefur einstaklega gott jafnvægi á milli sýru, ávaxtar og alkohóls, og sem dæmi um gæði hennar getur hún verið þurr og alcohol rík eins og í Alsace, hálfsætt og ávaxtarík, eins og í Þýskalandi eða eðalmygluð og dísæt bæði í Alsace og Þýskalandi.  Mikið ræktuð í Ástralíu, Washington, Austurríki og Suður Afríku en nær sér best á strik í kaldtempruðu loftslagi og þarf ekki mikið alcohol til að ná fram miklum gæðum, ólíkt Chardonnay.

Ilmar gjarnan af þroskuðum eplum, blómum og hunangi og vel þroskuð getur hún jafnvel fengið yfir sig blæ af steinolíu.  Nafnið hefur verið misnotað um allan heim þar sem reynt hefur verið að bæta ímynd margra lítt spennandi þrúgna með því að kenna þær við Riesling.  Er eitt langlífasta vín sem gert er og dæmi um að það hafi enst í meir en tvær aldir.

Roussanne

Mikið ræktuð um allan Rhône-dal og er ein af tengundunum sem notuð er í Châteauneuf du Pape.

Ruländer

Afbrigði Pinot-berja, stundum kölluð Pinot gris. Ræktuð í Þýskalandi, Austurríki og Ungverjalandi og er þar þekkt undir nafninu "Grái munkurinn", það er einnig ræktað annarsstaðar.

Sauvignon Blanc

Sauvignon Blanc er um þessar mundir líklega vinsælasta hvíta tískuþrúga heimsins á eftir Chardonnay og er eins og hún upprunnin í Frakklandi.  Hún er aðalvínþrúgan í Bordeaux þar sem hún er notuð með Sémillon og dálitlu af Muscadelle til að búa til þurr Graves-vín og sæt Sauternes.  Mjög ilmríkt og “smoky” eða líkt garðaberjum (Goosberries) í Pouilly og Sancerre í efri hluta Loire dalsins og í öllu Touraine héraði, í Dordogne nærri Chablis, á norð-austur Ítalíu, í Chile og í strandhéruðum Kaliforníu.  Á Nýja-Sjálandi kemur fram garðaberjabragð og stingandi skerpa en í Ástralíu og Suður-Afríku skilar þrúgan þroskaðra bragði í mjög góðu víni. Þeir sem verða þreyttir eða leiðir á Chardonnay halla sér gjarnan að þessari tegund.  Sauvignon Blanc sýnir nær alltaf sterk eigin einkenni, skerpu af mikilli sýru með bragði af grasi eða garðaberjum. Bragð: Nýslegið gras, garðaber, kattahland(ekki neikvætt !!), niðursoðinn spergill eða grænar baunir (yfirleitt neikvætt), og einstaka sinnum bragð af steinvölum eða tinnusteini (gun-flint) í efri hluta Loire dalsins.

Sémillion

Þessi vínþrúga tekur eðalmyglu best allra, ásamt Riesling.  Sémillon er undirstaðan í gerð hinna frábæru gullnu vína í Sauternes þar sem blandað er saman við nokkru af Sauvignon.  Sémillon er einnig mikilvæg þrúgutegund í gerð þurra vína í Graves og kemur sérlega vel út í Hunter dalnum í Ástralíu en vínin þar geta þroskast og batnað í áratugi. Í Bordeaux nýtur þrúgan hylli fyrir heilsteypt lanolin–gæði (hreinsuð ullarfeiti sbr. einkennandi bragð af íslensku lambakjöti sem sumir útlendingar kalla sápubragð) og í ungum þurrum vínum fyrir kryddkeim. Bragð: Gras, sítrusávextir, lanolin, hunang, hnetur, ristað brauð.

Sylvaner

Á fyrri helming tuttugustu aldarinnar var þessi þrúga sú mest ræktaða í Þýskalandi en hefur nú orðið að lúta í lægra haldi fyrir Müller-Thurgau. Er í raun ekki ósvipuð í uppbyggingu og Sauvignon Blanc, þ.e. hún er fyrst og fremst sýrumikil þrúga með meðalfyllingu en ólíkt Sauvignon Blanc þá hefur hún mjög lítinn og lokaðan ilm og hefur ekki náð vinsældum neytenda. Mest af henni er ræktað í Rheinhessen þar sem oft getur verið erfitt að fá Riesling til að þroskast vel. Hún er einnig ræktuð í Elsass þar sem hún skilar alla jafna mestum gæðum og úr henni koma vín sem bæði hafa fyllingu og kryddað bragð. Ekki mikið ræktuð annars staðar í heiminum.

Trebbiano (eða Ugni Blanc)

Þótt Airén, Garnacha og Rkatsiteli séu ræktaðar á stærra svæði á jörðinni er sennilega engin þrúga sem gefur jafnmikið af sér á hverju ári.  Upprunnin á Ítalíu og sú þrúga sem er hvað mest ræktuð þar og þökk sé stöðugt meiri ræktun í Charente er hún nú að verða sú mest ræktaða í Frakklandi einnig. Þar er hún þekkt undir nafninu Ugni Blanc og er meginuppistaðan í hvítvínum, sem ræktuð eru til að eima og framleiða bæði koníak og armaníak.  Einstaklega auðveld í ræktun og líklega er engin þrúga sem gefur jafnmikið af sér á hvern hektara.  Flest ef ekki öll hvítvín frá Norður- og Vestur-Ítalíu eru annaðhvort hrein Trebbiano-vín eða a.m.k. að stærstum hluta.  Þetta er einnig ein af undirstöðu vínþrúgunum sem notaðar eru til að búa til hvítvín sem eru síðan eimuð til nota í koníak og armaníak.

Viognier

Miðað við hvað lítið fer af landi undir ræktun á þessari þrúgu eða einungis um 40 hektarar á heimsvísu, er ótrúlegt hvað hún er víðkunn.  Nánast öll framleiðslan í heiminum er bundin við nyrsta hluta Rónardalsins á svæðunum Côte Rôtie, Condrieu og Chateau-Grillet.  Fyrst og fremst gefur hún af sér bragðmikil og gyllt vín með ilm sem minnir á ferskar apríkósur, ferskjur og þroskaðar perur.  Þó eru vínin ótrúlega mjúk og sýrulítil og hafa litla burði til að eldast þótt dæmi séu um allt að 50 ára gömul vín sem hafa haldið fyllingunni.  Töluvert af framleiðslunni fer í að blanda út í Syrah-rauðvín sem ræktuð eru í Côte Rôtie til að mýkja þau, þar sem allt að 20% af rauðvíninu má í raun vera Viognier.  Á síðustu árum hefur ræktunin verið að breiðast út í Languedoc og í Kaliforníu með góðum árangri.

Viura

Með nútímalegri víngerðartækni hefur ræktun á Viura (eða Macabeo eins og hún nefnist einnig) aukist til muna í Rioja, þar sem hún hefur nánast leyst alveg af hólmi þrúgur eins og Malvasia og Garnacha Blanca.  Hún hefur það fram yfir þær að ganga ekki eins auðveldlega í samband við súrefni og rétt meðhöndluð getur hún gefið af sér ávaxtarík og þokkafull vín sem eru best ef þau eru drukkin áður en þau verða ársgömul.  Er einnig yfirleitt minnihluti af vínblöndu sem er í Cava-freyðivíni á Norðaustur-Spáni ásamt þrúgunum Xarello og Parellada.  Algeng á Norður-Spáni en lítið þekkt utan Spánar þótt eitthvað sé notað í einföld borðvín í Roussillon í Frakklandi.

Welschriesling

Welschriesling (einnig nefnd Walschriesling eða ítalskt Riesling) er þrúga sem notuð er til vingerðar. Riesling sem ræktað er í Austurríki, Slóveníu, Norður-Ítalíu og Mið-Evrópu gefa af sér ágæt venjuleg vín sem ná þó aldrei ekta Riesling í gæðum.  Welschriesling þroskast snemma og gefa yfirleitt uppskerumagn í meðallagi.  Hið einkennilega nafn “Welsch” þýðir “útlendur”.  Frá 1981 er bannað með lögum Evrópuráðsins að nota nafnið “Riesling” nema um ekta Riesling sé að ræða.