Finndu vín eða framleiðanda
Hafðu samband
Verðlisti
Vínin frá Montecillo þarf vart að kynna. Þessi Rioja-vín úr smiðju Osborne-fjölskyldunnar hafa notið mikillar lýðhylli hér á landi frá því að þau komu fyrst á markaðinn. Það er ekki verra að vínin hafa að undanförnu verið að ganga í gegnum eins konar endurnýjun lífdaga undir hinni styrku stjórn Rocio Osborne eins og sést vel á þessu nýja hvítvíni frá þeim.
Viura þrúgurnar í þessu víni koma frá 60ára gömlu vínvið sem ræktaður í 600m hæð í Rioja Alta, Tempranillo Blanco kemur frá meira leirkenndari jarðvegi og Sauvignon Blanc kemur frá litlum víngarði þar sem mjög kalt er, kalkríkur jarðvegur og í yfir 700m hæð yfir sjávarmáli.
Föl gyllt að lit og bjart, nokkuð öflugur ilmur og bragð af perum, þroskuðum grapeávexti, smá sítrus og hvít blóm, svo bætist aðeins við eikaráhrif sem er nú ekki mikil og bakstur, virkilega ferskt vín með líflegri sýru. Mjög fjölþætt matarvín.
Skelfiski, fisk, smáréttum, þroskuðum ostum og hvítu kjöti.
1.799kr.