Finndu vín eða framleiðanda
Hafðu samband
Verðlisti
La Sereine er nafn á ánni sem rennur í gegnum Chablis héraðið. Þetta er mjög klassískt og ljúffengt Chablis vín. Ljóssítrónugult að lit með grænum glefsum, öflugt í ilmi, fyrst tekur á móti manni ilmur af hvítum blómum og svo viðbætist ávöxturinn, Mirabelle plómur, ferskjur ásamt ferskum angan af sítrus sem færist svo út í steinefni. Nokkuð þétt fylling í munni, þurrt, lifandi og langt vín.
Vínsamlagið Chablisienne er stærsti framleiðandi Chablis-vína. Samlagið var sett á laggirnar árið 1923 og í dag eiga um 300 vínræktendur aðild að því. Ræður samlagið yfir um 25% af heildarræktarsvæði Chablis og framleiðir allt frá Petit Chablis og upp í Grand Cru. Hin fræga vínkeppni “ International Wine Challenge” útnefndi Vincent Bartement aðalvíngerðarmaður La Chablisienne besta hvítvínsgerðarmann ársins 2014 í heiminum.
Fiski, skelfiski, alifuglum, smáréttum, grænmetisréttum, fordrykkur.
3.399kr.